KYNTJÁNING

 

ANDROGYNOUS – (LO.) Notað fyrir manneskju sem er með órætt kyn út frá útliti.

 

BUTCH – (lo.) Lýsir kyntjáningu sem hallast meira í áttina að stöðluðum ímyndum samfélagsins um karlmennsku.


FEMME – (lo.) 
Lýsir kyntjáningu sem hallast meira í áttina að stöðluðum ímyndum samfélagsins um kvenleika.

 

 

KYNVITUND

 

AGENDER – (lo.) Notað fyrir fólk sem skilgreinir sig ekki sem neitt kyn, eða hefur enga kynvitund. Agender manneskja getur verið með hvaða kyneinkenni (líffræðilegt kyn) sem er, en líkami hennar samsamast ekki endilega kyngervisleysi hennar.

ANDROGYNE – (lo.) Notað fyrir: 1. Manneskju sem er með órætt kyn út frá útliti. 2. Manneskju sem skilgreinir sig einhvers staðar á milli karl- og kvenkyns. 3. Manneskju sem afneitar og/eða hunsar kynhlutverk og kynímyndir samfélagsins. 


BIGENDER – (lo.) 
Notað fyrir fólk sem skilgreinir sig sem tvö kyn. Bigender fólk er stundum með fljótandi kynvitund sem færist sérstaklega á milli þeirra tveggja kynja sem það skilgreinir sig sem, t.d. með því að tjá sig á mjög karllægan hátt eða mjög kvenlegan hátt, eftir samhengi og líðan. 


GENDER FLUID – (lo.) 
Kynvitund sem breytist eða er fljótandi. Getur breyst reglulega eða óreglulega og eftir mismunandi þáttum, t.d. umhverfi, líðan, félagsskap o.s.frv.


NON-BINARY – (lo.) 
Regnhlífarhugtak fyrir kynvitundir sem falla utan einungis karl- eða kvenkyns. Felur m.a. í sér kynvitundirnar androgyne, bigender, gender fluid og pangender, en getur einnig staðið sem kynvitund eitt og sér og þýðir þá kynvitund sem fellur utan kynjatvíhyggjunnar. Stundum notað eitt og sér vegna þess hve opið hugtakið er fyrir persónulega túlkun hvers og eins. 


PANGENDER – (lo.) 
Kynvitund sem blandar saman mörgum mismunandi kynvitundum og kyntjáningu.

 


KYNHNEIGÐ

 

ASEXUAL – (lo.) Regnhlífarhugtak fyrir fólk sem finnur fyrir engri eða minni kynferðislegri hrifningu en aðrir. Getur staðið sem kynhneigð eitt og sér og er þá tiltölulega opið fyrir persónulega túlkun hvers og eins. 


AROMANTIC – (lo.) 
Regnhlífarhugtak fyrir fólk sem finnur fyrir engri eða minni rómantískri hrifningu en aðrir. Getur staðið sem kynhneigð eitt og sér og er þá tiltölulega opið fyrir persónulega túlkun hvers og eins. 

 


ÓKYNGREIND FRÆNDSEMISORÐ

 

FRÆNKA/FRÆNDI – (no.) Orð í hvorugkyni fyrir manneskju sem er skyld manni, án þess að vera systkini eða í beinn legg aftur. Þarft til að lýsa manneskju sem skilgreinir sig ekki sem karl- eða kvenkyn, eða notar ókyngreind fornöfn og beygingar fyrir sig. 


KÆRASTI/KÆRASTA – (no.) 
Orð í hvorugkyni fyrir manneskju sem maður er í sambandi með. Þarft til að lýsa manneskju sem skilgreinir sig ekki sem karl- eða kvenkyn, eða notar ókyngreind fornöfn og beygingar fyrir sig. 


MAMMA/PABBI – (no.) 
Orð í hvorugkyni fyrir eitt foreldri. Þarft til að lýsa manneskju sem skilgreinir sig ekki sem karl- eða kvenkyn, eða notar ókyngreind fornöfn og beygingar fyrir sig. 


SONUR/DÓTTIR – (no.) 
Orð í hvorugkyni fyrir afkvæmi. Þarft til að lýsa manneskju sem skilgreinir sig ekki sem karl- eða kvenkyn, eða notar ókyngreind fornöfn og beygingar fyrir sig. 


VINKONA/VINUR – (no.) 
Orð í hvorugkyni fyrir vin eða vinkonu. Þarft til að lýsa manneskju sem skilgreinir sig ekki sem karl- eða kvenkyn, eða notar ókyngreind fornöfn og beygingar fyrir sig. 

TumblrDiasporaStumbleUponLineBlogger PostGoogle GmailPrintDeila

Leave a Reply