Fjölmörg orð eru til í hinsegin orðaforðanum sem enn hafa ekki fengið íslenska þýðingu, en hinsegin hugtök og orð endurspegla svo sannarlega þá breidd sem er til staðar í hinsegin samfélaginu. Það er mikilvægt að við getum öll talað um hinsegin reynslu og hinsegin líf á móðurmáli okkar. Samtökin ’78 hafa því efnt til nýyrðasamkeppni, sem fengið hefur heitið Hýryrði 2015.

Dómnefnd skipuð hinsegin fólki, sérfræðingum í íslensku máli og kynjafræði mun velja bestu orðin, en viðurkenningar verða veittar á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember.

Við hvetjum öll þau sem hafa áhuga á íslenskri tungu og hinsegin menningu til þess að taka þátt og senda inn tillögur að nýyrðum. Keppnin hefst 4. ágúst, en hægt verður að senda inn tillögur að orðum til 4. september næstkomandi hér á síðunni.

Einnig vekjum við athygli á myllumerkinu #hýryrði á Twitter, sem er kjörinn vettvangur fyrir þátttakendur til þess að deila hugmyndum sínum og pælingum með öðrum sem hafa áhuga á keppninni!

TumblrDiasporaStumbleUponLineBlogger PostGoogle GmailPrintDeila

Leave a Reply